Fjórir milljarðar í hjólreiðar

Brunað niður Laugaveg.
Brunað niður Laugaveg. mbl.is/Heiðar

Ráðgert er að setja fjóra milljarða í að byggja Reykjavík upp sem betri hjólreiðaborg á næstu árum. Byggist það þó á að borgin fái lán í gegnum Elena sem er sjóður á vegum Evrópska fjárfestingarbankans sem lánar til umhverfisvænna framkvæmda.

„Við erum að undirbúa umsókn til Elena-sjóðsins vegna hjólreiðaáætlunarinnar og sækjum um 25 milljónir evra til að hrinda henni í framkvæmd. Við erum líka að sækja um vegna metanvæðingar strætisvagnaflotans og byggingar gasgerðarstöðvar hjá Sorpu,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

„Nú er þetta ekki í hendi en við ætlum okkur að gera Reykjavík hjólavænni og ef við fáum lánið getum við gert það hraðar en annars. Áætlun sem er hugsuð til tíu ára gæti orðið að veruleika á þremur árum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert