Breytt auglýsing uppboða

Sýslumenn breyta auglýsingum á nauðungarsölum.
Sýslumenn breyta auglýsingum á nauðungarsölum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sýslumenn ætla að hætta að auglýsa byrjun nauðungaruppboða á fasteignum, skipum yfir fimm brúttótonn og skrásettum loftförum. Þess í stað verða auglýsingarnar birtar á vef sýslumanna. Breytingin tekur gildi 1. nóvember næstkomandi.

Enn verða birtar auglýsingar um framhald uppboða (lokasölur) á fasteignum, skipum yfir fimm brúttótonn, skrásettum loftförum. Einnig um uppboð á lausafé og öðrum eignum og réttindum en talin eru hér að framan.

„Er með þessari breytingu áformað að bæta aðgengi að þessum auglýsingum og ná fjárhagslegum sparnaði,“ segir í tilkynningu Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns í Bolungarvík og verkefnisstjóra fyrir breytt fyrirkomulag auglýsinga uppboða sem sýslumenn halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert