Áfram fundað með hljóðfæraleikurum

Verkfall skellur á hjá Sinfóníuhljómsveitinni 3. nóvember nk. hafi samningar …
Verkfall skellur á hjá Sinfóníuhljómsveitinni 3. nóvember nk. hafi samningar ekki tekist. mbl.is/Ómar

Samninganefnd ríkisins og fulltrúar hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands áttu stuttan samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður þriðjudaginn 25. október nk. Talsmaður hljóðfæraleikara, Rúnar Óskarsson, segir menn vera að tala saman, ekki sé búið að slíta viðræðum.

„Það er alltaf von þegar menn eru að tala saman,“ segir Rúnar en til næsta samningafundar verður unnið í smærri hópum beggja vegna samningaborðsins.

Hljóðfæraleikarar samþykktu í síðustu viku, með nærri 97% greiddra atkvæða, að boða til verkfalla í nóvember og desember, alls tíu tónleikadaga, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Fyrstu verkfallsdagarnir eru 3. og 4. nóvember. Aðalkrafa hljóðfæraleikara hefur verið að meðallaun þeirra hækki um 36%, til að ná meðallaunum BHM-félaga, en meðlimir Sinfóníunnar telja sig hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttum í launum undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert