Dýrt hnefahögg

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 21 árs gamlan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 146 þúsund krónur í sakarkostnað fyrir að slá annan mann í andlitið með hnefanum.

Sá sem varð fyrir högginu lá í rúmi sínu. Afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn hlaut 2 sentimetra langan skurð á vinstri augabrún og þurfti að sauma 4 spor til að loka skurðinum.

Þetta gerðist í mars í fyrra. Sá sem sló játaði brotið. Hann hefur áður fengið dóma fyrir fíkniefnabrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka