Skattbyrðin hefur flust yfir á hátekjufólk

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Greining á áhrifum á breytingum sem gerðar hafa verið á skattamálum sýnir að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk og að helmingur hjóna. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

„Á fyrstu tveimur árum núverandi ríkisstjórnar voru gerðar miklar breytingar á sköttum, m.a. sköttum einstaklinga.

Tilgangurinn var að stöðva tekjufall ríkissjóðs og styrkja stöðu hans til frambúðar og að snúa af braut ójafnaðar.

Í „Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum“, sem fjármálaráðherra kynnti í júní 2009, eru sett fram skýr markmið í skattamálum. Annars vegar að skattheimtan yrði aukin hóflega og yrði innan þeirra marka sem hún hefur verið á undanförnum árum og hins vegar að skattkerfinu yrði beitt markvisst í jöfnunartilgangi.

Greining á áhrifum breytinganna sýnir m.a.með ótvíræðum hætti að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk og að helmingur hjóna, ca 31.000 hjón, greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta og útsvar, þ.m.t. fjármagnstekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008.

Með bótum er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlutfall meiri eða um 37.000. Ennfremur verður séð að um 77% hjóna eða 47.000 hjón greiða minna í fjármagnstekjuskatt á árinu 2010 en þau hefðu gert skv. 10% flötum skatti," segir í vefritinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert