Minna notað af ofvirknilyfjum

Eftir stöðuga aukningu á notkun ofvirknilyfja frá árinu 2006, einkum meðal fullorðinna, hefur tekist að snúa þróuninni við með markvissum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda.

Mest hefur dregið úr ávísunum þessara lyfja til fólks 20 ára og eldra, en einnig hefur dregið úr þeim til einstaklinga yngri en 20 ára, sérstaklega hjá börnum á aldrinum 0-9 ára, segir á vef velferðarráðuneytisins.

Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um útgáfu lyfjaskírteina til að koma í veg fyrir að einstaklingar gætu fengið ávísun á þessi lyf frá mörgum læknum og eftirlit embættis landlæknis með ávísunum ofvirknilyfja var aukið.

Sjá nánar hér



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert