Styrkja rannsóknarblaðamennsku

Lagt er til að lagður verði grunnur að stofnun Fjölmiðlasjóðs sem veiti styrki til verkefna á sviði rannsóknablaðamennsku í tillögu málefnanefndar Samfylkingarinnar að ályktun sem lögð verður fyrir landsfund flokksins í dag.

Í tillögunni sem unnin var af einni af málefnanefndum Samfylkingarinnar segir að styðja beri frjálsa og óháða rannsóknablaðamennsku í landinu.

Þar segir einnig að leggja beri áherslu á að kvikmyndagerð í landinu verði efld með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs.  Auka þurfi stuðning við kvikmyndanám og stefna að kvikmyndanámi á háskólastigi.

Áhersla er lögð á að skipting opinbers fjár milli listgreina, menningarstofnana og sjálfstætt starfandi listamanna verði endurskoðuð „á grundvelli heildstæðrar upplýsingaöflunar um stöðu mismunandi greina. Sérstaklega verði litið til greina sem hafa notið takmarkaðs opinbers stuðnings, s.s. hönnunar og danslistar,“ segir í þeim hluta tillögunnar þar sem fjallað er um menningarstarfsemi.

Þá er lagt til að efnt verði til víðtæks samráðs við fulltrúa menningargeirans og aðila vinnumarkaðarins um mótun heildstæðrar menningarstefnu til ársins 2020.

 

 

 

 

 

 

Tryggja að allt opinbert fé til lista og menningarmála lúti faglegu úthlutunarferli með

áherslu á markvissari nýtingu fjármuna og virkt eftirlit með ráðstöfun.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert