Ávöxtun undir markmiðum

Ávöxtun lífeyrissjóða er undir því sem nauðsynlegt er talið.
Ávöxtun lífeyrissjóða er undir því sem nauðsynlegt er talið. mbl.is/hag

Raunávöxtun lífeyrissjóðanna var almennt 1-2% á fyrri helmingi ársins sem er undir markmiðum. Erlendar eignir hafa síðan minnkað. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að stjórnir sjóðanna fari yfir tryggingafræðilega stöðu þeirra miðað við áramót.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að ekkert liggi fyrir um að minnka þurfi réttindi sjóðsfélaga.

Miðað er við að ávöxtun eigna lífeyrissjóðanna þurfi til lengri tíma litið að vera 3,5% umfram innlenda verðbólgu, til þess að þeir geti staðið undir lífeyrisskuldbindingum sínum. Afkoma síðustu ára hefur verið undir þeim mörkum, sérstaklega í kjölfar hruns bankakerfisins árið 2008. Raunávöxtunin batnaði mjög á síðasta ári, en var þó aðeins 2,5%.

Arnar segir erfitt að meta útlitið fyrir þetta ár. Þokkaleg ávöxtun sé á innlendum eignum lífeyrissjóðanna, sem er meirihluti eignanna, og þótt lækkun hafi orðið á erlendum eignum sé ekki útséð með stöðuna um áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert