Þarf að byggja á vilja til inngöngu

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Kristinn

Stefan Fühle, stækkunarstjóri ESB, sagði á fundi með fulltrúum í utanríkismálanefnd í vikunni að hann liti svo á að það væri ekki hægt að sækja um aðild að sambandinu í þeim tilgangi að sjá hvað út úr því kæmi. Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Bjarni hefur eftir Fühle að aðildarumsókn þurfi að byggjast á skýrum vilja til inngöngu í sambandið og viðræðurnar að fara fram á þeim forsendum. „Í orðum hans lá að ella væri verið að draga ESB-ríkin á asnaeyrunum,“ skrifar Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert