Hittu páfa í Róm

Benedikt páfi XVI og Þórhallur Heimisson í páfagarði.
Benedikt páfi XVI og Þórhallur Heimisson í páfagarði.

Nærri 40 manna hópur á vegum Hafnarfjarðarkirkju fór í pílagríms- og menningarferð til Rómar. Benedikt XVI páfi tók m.a. á móti hópnum í Vatíkaninu og bað fyrir blessun til handa Hafnarfirði og Íslendingum öllum.

Að sögn Þórhalls Heimissonar, sóknarprests, tók kaþólska kirkjan á Íslandi þátt í skipulagi og undirbúningi ferðarinnar, enda hafi verið mikil og góð samskipti milli Hafnarfjarðarkirkju og kaþólsku kirkjunnar í gegnum árin. Um þessar mundir vinni systurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði til dæmis að gerð helgiklæða fyrir Hafnarfjarðarkirkju en fyrir hafi þær saumað tvo af höklum kirkjunnar.

Þórhallur, sem jafnframt var leiðsögumaður ferðarinnar, flutti páfa kveðju Hafnfirðinga. Hópurinn skoðaði einnig gröf Péturs postula í Necropolis, borg hinna dauðu, undir Péturskirkjunni í Róm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert