Jóhanna til Kaupmannahafnar

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer til funda í Kaupmannahöfn sem haldnir verða á mánudag og þriðjudag í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Á mánudag tekur Jóhanna þátt í hnattvæðingarþingi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og eftir það funda forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Á þriðjudag verða fundir norrænna forsætisráðherra og leiðtoga sjálfsstjórnarsvæðanna og taka þeir síðan þátt í opnunarfundi Norðurlandaráðs, sem að þessu sinni fjallar um hin opnu norrænu samfélög.

Jóhanna mun einnig funda sérstaklega með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, að loknum norrænu fundunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert