Strax þurfti að bjarga skyttum

Kjartan Þór Þorbjörnsson nældi sér í fimm rjúpur á Suðurlandshálendi …
Kjartan Þór Þorbjörnsson nældi sér í fimm rjúpur á Suðurlandshálendi í gær. mbl.is/Golli

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær en einungis er heimilt að veiða í alls níu daga sem eru helmingi færri veiðidagar en í fyrra. Nýttu því margir veiðimenn tækifærið í gær enda um er að ræða einu veiðihelgi tímabilsins þar sem heimilt er að veiða frá föstudegi og fram á sunnudag.

Talið er að um fimm til sex þúsund skotveiðimenn gangi til rjúpnaveiða á Íslandi á ári hverju en samkvæmt mati Náttúrufræðistofnunar er veiðiþol rjúpunnar 31.000 fuglar.

Fyrsti dagurinn gekk ekki klakklaust fyrir sig því björgunarsveitir frá Borgarfirði þurftu að bjarga tveim rjúpnaskyttum við Vikravatn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka