Þröskuldar ekki ruddir í dag

Af vef Bæjarins besta

Á Vestfjörðum er ófært um Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Ófært er um Þröskulda og ekki verðu mokað í dag.

Vegfarendum sem eiga leið á Hólmavík er bent á að fara Ennisháls og strandir. Hálka og éljagangur er á leiðum í kringum Hólmavík. Ófært er í Árneshrepp. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á flestum leiðum í kringum Ísafjörð.

Hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi. Hálka og skafrenningur er á Kleifarheiði. Dynjandisheiði er þungfær og Hrafnseyrarheiði ófær. Hálka og óveður er á Klettshálsi.

Hálkublettir og éljagangur er á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Hálka og skafrenningur í Svínadal. Á Norðvesturlandi eru hálkublettir og éljagangur á Vatnsskarði og snjóþekja og éljagangur í Langadal og á Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er á Þverárfjalli.

Á Norðausturlandi er hálka á Öxnadalsheiði. Hálkublettir og þoka er á Mývatnsheiði og í kringum Mývatn. Snjóþekja er á Hólasandi og Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði. Hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði, Fagradal og í Oddskarði. Snjóþekja er á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð á Hellisheiði eystri. Hálkublettir eru á Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert