Leikskólinn Voffaborg farinn í hundana

Á Voffaborg er dagurinn í föstum skorðum eins og á …
Á Voffaborg er dagurinn í föstum skorðum eins og á öðrum leikskólum borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þann 10. nóvember næstkomandi verður hundaleikskólanum Voffaborg lokað fyrir fullt og allt og eigendur ferfættra nemenda skólans tilneyddir til að finna önnur dagvistunarúrræði.

Það gæti þó reynst þrautin þyngri, því skólinn er sá eini sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað.

„Þetta er virkilega leiðinlegt og eiginlega bara sorglegt,“ segir Gunnar Ísdal, stofnandi og eigandi leikskólans, í umfjöllun um málefni hans í Morgunblaðinu í dag. Þrátt fyrir mikla aðsókn standi reksturinn því miður ekki lengur undir sér.

Voffaborg var opnuð árið 2004 og er til húsa í gamla dýraspítalanum í Víðidal en þar hefur hundaeigendum staðið til boða að vista hundana daglangt, í stað þess að láta þá húka heima á meðan heimilisfólk sinnir námi eða starfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert