Þriðja konan handtekin

Hluti þýfisins sem lögreglan hefur lagt hald á
Hluti þýfisins sem lögreglan hefur lagt hald á

Lögreglan handtók í gær þriðju konuna í tengslum við umfangsmikla þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þýfi, að andvirði nokkurra milljóna króna, fannst á heimili hennar, allt dýrar merkjavörur. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Mæðgurnar, sem grunaðar eru um stórfellda þjófnaði í fataverslunum, voru látnar lausar úr haldi lögreglu í gærkvöld.  Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í lögreglunni í Reykjavík, í samtali við mbl.is í gærkvöldi, þótti ekki ástæða til að fara fram á að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim yrði framlengdur.

Lögreglan í Kópavogi hefur að undanförnu rannsakað umfangsmiklar gripdeildir mæðgna sem handteknar voru fyrir tveimur vikum í Smáralind. Þá voru þær með sérútbúinn poka, sem hafði verið fóðraður að innan með álpappír til að verjast þjófavörnum verslana. Við húsleit hjá mæðgunum fannst gríðarlegt magn að fatnaði og snyrtivörum að andvirði næstum tuttugu milljóna króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert