Búist við stormi vestan til

Vindspá kl. 17 í dag. Mynd fengin af vef Veðurstofu …
Vindspá kl. 17 í dag. Mynd fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Búist er við stormi á vesturhelmingi landsins seinnipartinn í dag og fram á þriðjudagsmorgun, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Spáð er vaxandi suðaustanátt með rigningu eða súld, 15-25 metrum á sekúndu seinnipartinn, hvassast og talsverð úrkoma á Suðvestur- og Vesturlandi. Lægir mjög á morgun, en áfram vætusamt, þó þurrt á norðaustanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 6 til 13 stig í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert