Verndaðir vinnustaðir í vanda

Mikilvægt er að tryggja fötluðum áframhaldandi atvinnu.
Mikilvægt er að tryggja fötluðum áframhaldandi atvinnu. mbl.is/Þorkell

„Það er bara þannig núna að við erum að velta við öllum steinum og rekstur vinnustofunnar er í heljargreipum,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, og vísar til reksturs Blindravinnustofunnar en stjórn hennar vinnur nú að umfangsmiklum úrræðum til hagræðingar.

Hann dregur upp mjög dökka mynd af stöðu verndaðra vinnustaða hér á landi og segir þá rekna með tapi. Bendir hann jafnframt á, að gangi tillögur til fjárveitinga næsta ár eftir muni það hafa í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir rekstur þeirra. Fjárveitingarnar eru að sögn ekki í takt við útgjöld sem aukist hafa m.a. í kjölfar hækkunar lægstu launa.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Kristján Halldór hefur sent öllum alþingismönnum bréf þar sem hann m.a. bendir á að hið opinbera ber lögbundna ábyrgð á vernduðum vinnustöðum og vonast hann því til að ráðamenn láti rekstur þeirra sig meira varða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert