Stálu greiðslunni fyrir risaflatskjáinn

Risaflatskjárinn loks kominn á sinn stað.
Risaflatskjárinn loks kominn á sinn stað. mbl.is/Halldór Örn

Litlu munaði að Þjóðleikhúsið tapaði fimm milljónum króna sem greiða átti fyrir risaflatskjá frá kínverskum framleiðanda, í hendurnar á glæpamönnum.

Féð var komið inn á bankareikning glæpamannanna en með hjálp sendiherra Kína hér á landi tókst að endurheimta peningana áður en þeir tóku þá út.

Nota á skjáinn í leiksýninguna Vesalingana sem frumsýnd verður í byrjun mars á næsta ári. Leitað var tilboða frá ýmsum framleiðendum en að lokum ákveðið að ræða við kínverskt fyrirtæki. „Síðan náðum við samkomulagi um verð og hvernig þetta ætti allt saman að vera og ég bað um að fá sendan reikning,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Reikningurinn barst í tölvupósti í sumar með reikningsnúmeri sem átti að leggja fjárhæðina inn á. Stuttu síðar kom annars póstur frá sölustjóra kínverska fyrirtækisins, að því er virtist, og úr sama netfangi. Pósturinn var að öllu leyti eins nema nú var gefið upp annað reikningsnúmer.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að á daginn kom að óprúttnir aðilar höfðu brotist inn í tölvukerfi kínverska fyrirtækisins og fylgst með samskiptunum við Ara og nýtt sér upplýsingarnar til svikanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert