„Þjóðin veit fyrir hvað ég stend“

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að þjóðin viti fyrir hvað hann standi í stjórnmálum. Hann segist fylgja hugsjónum flokksins eftir.

Jón sagði þetta í viðtali við RÚV í kvöld. „Ég hef verið þingmaður VG síðan 1999, átt stóran þátt í að byggja upp málefnalega stöðu hans og baráttu og mun fylgja henni áfram. Þjóðin veit svo sannarlega fyrir hvað ég stend.“

Þegar Jón var spurður hvort hann væri á leið úr ríkisstjórninni sagði Jón: „Ég sit hér sem ráðherra VG og fylgi hugsjónum flokksins eftir.“

Þó Jón segði það ekki beinum orðum mátti skilja hann þannig að hann teldi að sumir aðrir flokksfélagar hans væru ekki jafn duglegir að fylgja hugsjónum VG eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert