Einkaeign á landi úr sögunni

Í ályktun stjórnar VG í Reykjavík, þar sem lýst er yfir ánægju með ákvörðun innanríkisráðherra að synja Huang Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á fjöllum, er lýst von til þess að „einkaeignarhald á jarðnæði“ heyri almennt sögunni til. 

Ályktunin var samþykkt í gær. Einnig var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir ánægju með ákvörðun Alþingis um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. 

Ályktunin um Huang Nubo er eftirfarandi:

„Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi. Megi þetta verða vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru, og að einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til.“

Í stjórn VG í Reykjavík sitja Birna Magnúsdóttir, Claudia Overesch, Friðrik Atlason, Kolbeinn Stefánsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vésteinn Valgarðsson   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert