Tafir á flugi vegna snjókomu

Það er öllu snjóþyngra á vellinum en þessi ljósmynd, sem …
Það er öllu snjóþyngra á vellinum en þessi ljósmynd, sem er úr safni, gefur til kynna. mbl.is/Golli

Um þriggja tíma seinkun varð á flugi tveggja véla Flugfélags Íslands frá Reykjavík til Akureyrar í kvöld vegna mikillar snjókomu á Reykjavíkurflugvelli.

Samkvæmt upplýsingum frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli höfðu starfsmenn vallarins ekki undan við að moka snjó um tíma, en það gekk á með dimmum éljum.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að seinkun hafi orðið á flugi tveggja véla til Akureyrar. Önnur þeirra átti að fara í loftið 17:45 en hún fór ekki loftið fyrr en að verða 21:15. Hin átti að fara í loftið 18:30 en fór ekki fyrr en um 21:30. Báðar vélar eru svo væntanlegar til baka í kvöld. Önnur kl. 23 en hin 15 mínútum síðar.

Árni segir að það hafi verið erfitt að halda uppi góðum bremsuskilyrðum á flugvellinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert