Margir runnið út af

Margir hafa farið út af í dag.
Margir hafa farið út af í dag. mbl.is/Júlíus

Bílstjórum gengur illa að halda bílum sínum á vegunum að sögn lögreglunnar á Selfossi. Í umdæmi hennar hafa margir runnið út af í dag en engin slys orðið á fólki. Tveir hafa farið út af í Hveradalsbrekkunni, einn við Kögunarhól og fleiri út um alla sýslu.

Þá varð bílvelta á Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu á fjórða tímanum. Þar var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur, bíllinn er lítið skemmdur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert