Yfirstjórn efnahagsmála á einum stað

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Fjármálaráðherra segir að yfirstjórn efnahagsmála eigi að vera samræmd á einum stað. Þetta kom fram í máli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag.

„Það var eitt af því sem fór úrskeiðis, að dreifa efnahagsmálum á þrjú ráðuneyti. Forsætisráðuneytisins sem fór með Seðlabankann, viðskiptaráðuneyti með sína hluti og síðan fjármálaráðuneyti með sumt. Hvernig sem þessu verður fundinn staður innan stjórnarráðsins til frambúðar þá á yfirstjórn efnahagsmála að vera samræmd á einum stað. Svo mikið vil ég segja,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn til Steingríms um málið, og spurði m.a. hvort efnahags- og viðskiptaráðuneytið yrði til áfram. „Hvort verkefni þess verði færð til annarra ráðuneyta. Ekki síst ráðuneytis hæstvirts fjármálaráðherra,“ spurði Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert