Kjarabótunum fórnað

Stjórnarflokkarnir eru búnir að taka pólitíska ákvörðun um að fórna því samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins sem gert var í vor, í von um að það hafi engar afleiðingar. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ um ummæli Steingríms J. Sigfússonar í viðtali við RÚV um gagnrýni ASÍ á fjárlögin sem gert er ráð fyrir að samþykkja á morgun.

Gylfi segir þó að afleiðingarnar séu augljóslega forsendubrestur á kjarasamningunum og þýði þá jafnframt að samningarnir verði lausir að nýju í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert