Handtekinn eftir aftanákeyrslu

Unnið að snjómokstri í Víkurskarði. Mynd úr safni.
Unnið að snjómokstri í Víkurskarði. Mynd úr safni. Kristján Kristjánsson

Fjórar aftanákeyrslur hafa orðið á Akureyri það sem af er degi. Enginn slasaðist í þeim en einn ökumaður var handtekinn og sviptur ökuréttindum grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Tveir bílar af þremur í þeim árekstri eru nokkuð skemmdir að sögn lögreglu.

Þá hafa starfsmenn Vegagerðarinnar við snjómokstur aðstoðað ökumenn fólksbíla sem lentu í vandræðum í Víkurskarði í dag. Þar er lélegt skyggni og leiðindaveður að sögn lögreglu og lentu nokkrir ökumenn utan vegar og festu sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert