Reiðubúinn að standa við orð sín

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist standa við þau orð sín að vélhjólasamtökin Hells Angels séu skipulagðir glæpahópar samkvæmt hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Samtökin hér á landi hafa stefnt Ögmundi fyrir meðyrði auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og íslenska ríkinu eins og mbl.is sagði frá í morgun.

Ögmundur fékk stefnuna í gærkvöldi en þar er krafist 4 milljóna króna í skaðabætur. „Þau orð, sem ég hafði um Hell's Angels og þá sem að því tengjast standa öll, og eru væg ummæli að mínu mati. Ég er tilbúinn að standa við þau og verja þau hvar sem er,“ sagði Ögmundur við Ríkisútvarpið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Vítisenglar stefna Ögmundi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert