Umrót kallar á endurmat

Cameron forsætisráðherra og Merkel kanslari á leiðtogafundinum í Brussel.
Cameron forsætisráðherra og Merkel kanslari á leiðtogafundinum í Brussel. reuters

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í utanríkismálanefnd Alþingis telja að breytt staða mála í Evrópusambandinu (ESB) hljóti að kalla á endurmat á aðildarumsókn Íslands. Utanríkismálanefnd ætlar að halda fund opinn gestum á næstunni um stöðu mála í ESB. Þangað á að fá ráðherra og jafnvel sérfræðinga til viðræðna.

Leiðtogar evrulandanna 17 samþykktu á fundi í Brussel í gær að gera nýjan samning um skatta- og fjármál eftir að Bretar höfnuðu því að sáttmálum sambandsins yrði breytt. Evrulöndin, og hugsanlega öll önnur ríki ESB að Bretlandi undanskildu, ætla að gera samning um hertar reglur um útgjöld og fjárlagahalla með ákvæðum um sjálfkrafa refsingar fyrir að brjóta reglurnar.

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við HÍ, á ekki von á því að breytingarnar sem nú eru ræddar innan ESB nái til Íslands. „Það eru ákvæði um efnahagssamvinnu í EES-samningnum en þau eru ekki lagalega bindandi. Þar er gert ráð fyrir því að menn ræði málin,“ segir Stefán.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við HÍ, segir að „allt sem skekur hinn sameiginlega evrópska markað hefur gríðarlega slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf“. Hann sagði í nýlegri greiningu að erfið fjármálakreppa á erlendum mörkuðum gæti kæft hagvöxt hérlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert