Vill enn fjárfesta á Íslandi

Huang Nubo
Huang Nubo

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segist enn tilbúinn til að fjárfesta á Íslandi og ræða hvaða leiðir eru honum færar til þess, í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag. Ferlið hafi kostað mikið fé og orku og valdið honum álagi.

„Ég vonast enn eftir jákvæðri niðurstöðu og bíð þess að heyra frá íslensku ríkisstjórninni.“ Fjárfestingastofa var í sambandi við Huang í síðustu viku og þá hefur fulltrúi hans á Íslandi, Halldór Jóhannsson, einnig verið í sambandi við Þórð Hilmarsson, forstöðumann hennar, í vikunni.

„Engin niðurstaða er komin í þær viðræður og við bíðum frekari viðbragða,“ segir Halldór sem fyrir hönd Huangs fór einnig á fund atvinnuveganefndar í vikunni. Huang segist enn hafa áhuga á að byggja upp á Norðurlöndum héðan en gangi það ekki upp færi hann sig þangað, þar sem fjárfestingastofnanir hafi þegar reynt að hafa samband.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert