Mikið um eldri bíla í viðgerð

Spara með því að láta gera við gömlu bílana, segir …
Spara með því að láta gera við gömlu bílana, segir Ásgeir Rafn Reynisson. mbl.is/ Árni Sæberg

Talsvert hefur verið að gera á réttingaverkstæðum að undanförnu. Í ríkari mæli hafa verið settir í viðgerð bílar sem í góðærinu hefðu verið settir í pressuna. „Í dag erum við að sinna öðruvísi verkefnum en áður,” segir Ásgeir Rafn Reynisson hjá Rétti við Funahöfða í Reykjavík.

Breyttra aðstæðna í samfélaginu sér stað í bílamenningu eins og öðru. Sáralítið hefur verið flutt inn á nýjum bílum síðustu ár og flotinn eldist. Tryggingafélög kosta kapps að sýna ráðdeild. Áður borguðu þau tjónabíla út en nú er í vaxandi mæli reynt að nýta varahluti sem falla til og nota í viðgerðum.

„Með þessu er hægt að spara fjármuni og auðvitað nýtum við á verkstæðunum ekki varahluti nema þeir séu fullkomlega í lagi. Flóknara er málið ekki,“ segir Ásgeir sem bætir við að fólk láti einnig gera við vélarbilanir og slíkt í því augnamiði að nýta eldri bíla sem best og lengst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert