Óveður á Austfjörðum

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/Þorkell

Óveður er á Austfjörðum og með norðurströnd landsins. Eru vegir víðast hvar flughálir að sögn Vegagerðarinnar.

Fram kemur í tilkynningu að norðaustanlands sé ófært á Víkurskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur sé á Hólasandi og skafrenningur í kringum Mývatn. Ófært er á Hófaskarðsleið. Flughálka og óveður er með allri ströndinni.

Á Austurlandi er þungfært á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðaheiði og flughálka er á öllum vegum í kringum Egilsstaði og Reyðarfjörð. Ófært og stórhríð er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra, einnig er ófært á Oddsskarði en unnið er að hreinsun þar.

Það eru hálkublettir á  Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víða einhver hálka eða jafnvel snjóþekja.

Suðurstrandarvegur er ófær sem og Krýsuvíkurleið.

Á Vesturlandi er víðast snjóþekja eða hálka.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Gemlufallsheiði og Þröskuldum en unnið er að mokstri.

Á Norðurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja. Snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði.

Á Suðausturlandi er hálka og snjóþekja. Þæfingsfærð er í kringum Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert