Tveir EFTA-dómarar vanhæfir?

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel. mbl.is

Hugsanlegt er að tveir af þeim þremur dómurum sem sæti eiga í EFTA-dómstólnum kunni að vera vanhæfir til þess að fjalla um Icesave-málið, en eins og fram kom á mbl.is í morgun hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákveðið að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóminn einkum vegna þess að þau hafi ekki tryggt að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) gæti staðið við skuldbindingar sínar þegar íslensku bankarnir féllu haustið 2008.

Þrír dómarar sitja í EFTA-dómstólnum og kemur einn frá hverju af þeim þremur EFTA-ríkjum sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES); Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Núverandi dómarar eru Carl Baudenbache frá Liechtenstein, fyrrum lagaprófessor, sem jafnframt er forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson frá Íslandi, fyrrum hæstaréttardómari og lagaprófessor við Háskóla Íslands, og Per Christiansen frá Noregi, fyrrum lagaprófessor við Háskólann í Tromsø.

Páll var skipaður dómari við EFTA-dómstólinn frá og með 15. september síðastliðnum en áður hafði hann meðal annars verið formaður rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið þar sem meðal annars var fjallað efnislega um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og um ábyrgð á innistæðum meðal annars í tengslum við Icesave-deiluna.

Ummæli í fjölmiðlum um Icesave

Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu 11. júní í sumar tók Christiansen sæti í EFTA-dómstólnum í byrjun þessa árs en hann hafði áður sem prófessor við háskólann í Tromsø tjáð sig um Icesave málið í fjölmiðlum.

Þannig sagði hann til að mynda í samtali við norska dagblaðið Aftenposten 12. janúar 2010 að það fjárhagslega tjón sem orðið hefði vegna Icesave-málsins væri fyrst og fremst afleiðing íslenskra ákvarðana. Að hluta til af hálfu íslenskra stjórnvalda og að hluta til íslenskra banka. „Ef menn eru þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi ekki að greiða fyrir tapið verður samhliða því að svara þeirri spurningu hver eigi þá að greiða fyrir það,“ var ennfremur haft eftir honum í fréttinni.

Í samtali við vefmiðilinn Pressan.is 13. janúar 2010 sagði Christansen að það eina sem virtist ljóst væri að Íslendingum bæri lagaleg skylda til þess að greiða innistæðutryggingar vegna Icesave-reikninganna. Sagði hann ennfremur að þar sem það væri  í lögum að slíkar tryggingar skyldu greiddar hlyti það að þýða að ríkið færi ekki eftir tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar ef ekki reyndist mögulegt að greiða þær út.

Fordæmi fyrir vanhæfi

Þá sagði í frétt Morgunblaðsins að fordæmi væru fyrir því að dómarar við EFTA-dómstólinn hafi sagt sig frá málum vegna þess að þeir hafi áður fjallað opinberlega um efni þeim tengt. Þannig hafi forseti dómsins, Carl Baudenbacher, sagt sig frá máli árið 2008 þar sem hann hafði áður en hann varð dómari ritað fræðilegar greinar sem tengdust efni þess.

Samkvæmt þeim reglum sem gilda um EFTA-dómstólinn er dómari vanhæfur til þess að fjalla um mál hafi hann á einhvern hátt komið að því. Þess utan getur dómari lýst sig sjálfan vanhæfan telji hann ástæðu til og þá getur forseti dómsins tilkynnt dómara að hann telji að hann ætti ekki að fjalla um ákveðið mál.

Ef dómarar við EFTA-dómstólinn reynast vanhæfir til þess að fjalla um mál eru kallaðir til varadómarar dómsins. Í tilfelli Íslands eru það Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari, og Benedikt Bogason, dómstjóri. Í tilfelli Noregs gegna því hlutverki Ola Mestad, lagaprófessor, og Bjørg Ven, lögmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...