Umræðu frestað kl. 1 í nótt

mbl.is/Ómar

Umræðum um frumvarp fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum, svokallaður bandormur, var frestað um kl. 1 í nótt. Þingfundur hest að nýju kl. 10:30 í dag og þá heldur umræðan áfram. Enn eru nokkrir þingmenn á mælendaskrá.

Frumvarpið er umdeilt, en það felur í sér breytingar á sköttum og gjöldum. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að tekjuöflun ríkissjóðs verði í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2012. Þessum breytingum má skipta í fjóra meginflokka. Í fyrsta lagi eru breytingar sem tengjast yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga í maí sl. Í öðru lagi eru sérstakar tekjuöflunaraðgerðir sem liður í stefnu stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálum á næstu árum. Í þriðja lagi eru hækkanir á krónutölusköttum og gjaldskrám í takt við verðlagsforsendur frumvarpsins og í fjórða lagi breytingar af ýmsu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert