Fagnar málsókn á hendur bresku lögreglunni

Frá mótmælum Saving Iceland á Íslandi.
Frá mótmælum Saving Iceland á Íslandi. mbl.is/Friðrik

Andrej Hunko, þingmaður Vinstriflokksins í Þýskalandi, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar málsókn átta kvenna á hendur bresku lögreglunni vegna þess að þær hafi verið tældar til ástarsambands við flugumenn lögreglunnar frá miðjum níunda áratug síðustu aldar og fram á síðasta ár.

Telja lögmenn kvennanna að störf flugumannanna brjóti í bága við  Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til einka- og fjölskyldulífs.

Fram hefur komið að einn þessara manna var Bretinn Mark Kennedy sem var í hópi mótmælenda Saving Iceland hér á land auk verkefna í mörgum öðrum löndum.

Í yfirlýsing Hunko, sem meðal annars hefur verið birt á vefsíðu Saving Iceland, segir að nauðsynlegt sé að setja á fót óháða og alþjóðlega rannsókn á máli Marks Kennedy og annarra lögreglunjósnara sem plantað hafi verið í andófshópa um víða veröld. Þannig megi komast að hinu sanna um störf flugumanna í löndum á borð við Ísland, Ítalíu, Frakkland, Írland, Bandaríkin og Þýskaland. Áður en slík rannsókn fari fram þurfi hins vegar ítarlegar rannsóknir að eiga sér stað í þeim löndum sem Kennedy og aðrir flugumenn hafa starfað. Það þurfi bresk stjórnvöld að samþykkja.

Saving Iceland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert