Álver í Helguvík á fullt 2014?

Framkvæmdir í væntanlegu álveri í Helguvík.
Framkvæmdir í væntanlegu álveri í Helguvík. mbl.is/Golli

„Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það er búið að leysa úr þessu ágreiningsmáli sem var okkar í millum,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, um þýðingu gerðardómsins í Svíþjóð.

„Hins vegar þurfum við að klára útfærslu og hnýta síðustu hnútana í þessum samningum. Við munum nú einhenda okkur í það verkefni.“

- Hvenær gæti því lokið?

„Við förum í málið eins fljótt og hægt er. Það tekur einhverjar vikur, jafnvel mánuði, að afgreiða svona hluti.“

- Nú er slæmt atvinnuástand á Suðurnesjum? Hvenær gætu Suðurnesjamenn farið að heyra hamarshögg frá Helguvík?

„Við höfum sagt að þegar búið er að ganga frá orkumálunum getum við farið á fullt skrið innan nokkurra vikna í framkvæmdir. Það tekur svo tvö til tvö og hálft ár að ljúka framkvæmdum þegar allt fer af stað. En ég legg áherslu á að það er undir fleiri aðilum en okkur hvenær verklok verða.“

- Þannig að ef síðasta hindrunin er úr vegi fyrir næsta sumar gæti álver í Helguvík verið komið í gang í árslok 2014?

„Já. Það er hugsanlegt,“ segir Ágúst Hafberg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert