Allt á fullu við snjóhreinsun

Unnið að snjómokstri í Reykjavík
Unnið að snjómokstri í Reykjavík mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Allur tiltækur mannskapur er nú við snjóhreinsun í Reykjavík. Stofnleiðir, strætóleiðir og safngötur eru opnar og unnið er við snjóruðning í húsagötum í öllum hverfum, sem og snjóhreinsun af bílastæðum við leikskóla.

Reynt er að komast yfir sem mest og geta því orðið eftir snjóhryggir við innkeyrslur hjá íbúum. íbúar eru beðnir um að sýna biðlund, en tekið er við ábendingum í síma 411 1111 og á netfangið fer@reykjavik.is

Einnig er unnið við snjóhreinsun á göngu- og hjólaleiðum. Þar hefur áætlun gengið úr skorðum vegna mikils fannfergis en unnið er áfram eftir forgangsáætlun. Margvíslegum tilfallandi verkefnum hefur verið sinnt  svo sem að greiða leið fyrir heimahjúkrun og við stofnanir, segir í frétt frá Reykjavíkurborg.

Nú fyrir hádegi  voru í notkun 35 gröfur og 16 vörubílar. Alls voru um 72 starfsmenn á vegum borgarinnar og verktaka á hennar vegum í vinnu við snjóhreinsun.

Sorphirða tefst vegna fannfergis

Sorphirða hefur tafist vegna færðarinnar og er nú hálfum degi á eftir áætlun. Í lok dags má búast við að sorphirða verði degi á eftir áætlun.

Upplýsingar verða settar inn á sorphirðudagatal borgarinnar. Unnið verður á gamlársdag til að ná áætlun á ný. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með sorphirðudagatalinu og moka frá sorpílátum þá daga sem sorp er hreinsað hjá þeim. Upplýsingar um sorphirðuna er að finna hér.

Þessi mynd er tekin í Kópavoginum um hádegið í dag. …
Þessi mynd er tekin í Kópavoginum um hádegið í dag. Allt á kafi í snjó þar á bæ. Ljósmynd Áskell Þórisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert