„Gamlir hundar sem engar breytingar vilja“

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er harðorður í garð fyrrum …
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, er harðorður í garð fyrrum félaga.

„Allir vita að í forystu núverandi ríkisstjórnar eru gamlir hundar sem engar breytingar vilja og það er ótrúlegt að ætla að framlengja líf hennar,“ skrifar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, á bloggsíðu sína. 

Pistillinn ber yfirskriftina „Hvað vakir fyrir Hreyfingunni?“ og þar spyr Ásmundur af hverju eigi að framlengja líf ríkisstjórnar sem hafi engar lausnir. Það sé vonandi fyrir íslenska þjóð að Hreyfingin sjái að sér.

„Getur verið að þar séu menn fremur að hugsa um að framlengja eigið pólitískt líf um 18 mánuði?  Gangi Hreyfingin til liðs við ríkisstjórnina þá er hún að framlengja aðgerðaleysið sem þau hafa gagnrýnt,“ skrifar Ásmundur.

„Hugsuðurinn, ef hugsuð skyldi kalla, á bak við þetta er hrunráðherrann Össur Skarphéðinsson. Hann virðist vera búinn að koma þeim fjarstæðukenndu hugmyndum inn hjá Hreyfingunni að miklar breytingar verði á grunnstefnu ríkisstjórnarinnar ef þau gangi til liðs við hana,“ segir Ásmundur ennfremur.

Pistillinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert