Þurfum að horfa í eigin barm

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Mynd úr myndasafni.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Mynd úr myndasafni. mbl.is/Ómar

„Menn eru dæmdir sekir ef frásagan telst söluvæn og afplánunin hefst þegar,“ sagði herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Biskup lagði áherslu á samstöðu um siðferðilegar reglur í samfélaginu og sagði miður þegar hinn siðferðilegi áttaviti brysti.

„Við sitjum í örfoka auðn hálfsannleika og upphrópana,“ sagði biskup. Hann gerði skrif fólks á netinu og blogg að umfjöllunarefni og sagði að sumir teldu að það að hrópa og blogga væri það sama og að hugsa.

Margir fengju mikla athygli út á ýmiskonar gífuryrði. Hann sagði að blogg væri eins og eintal, ýmsar upphrópanir kæmu þar í stað samtalsins og samviskan sljóvgaðist.

„Öll þurfum við að horfa inn í eigin barm og skyggnast eftir brumum umburðarleysis og sjálfumgleði hjá okkur sjálfum. Við skulum uppræta flísina úr eigin auga áður en við fellum dóma yfir öðrum,“ sagði biskup.

Hann sagði landsdómsákæru hneisu. Það væri þjóðarsmán að ákæra einn mann.

Hann gerði einnig trúaruppeldi að umtalsefni. „Gott á það barn sem fær veganesti trúar úr foreldahúsum,“ sagði biskup.

Þetta var síðasta nýárspredikun Karls sem biskups.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert