Tillaga að friðun tilviljun?

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

„Hvenær verða skipaðir starfshópar til að komast að því að skynsamlegast sé að hætta hvalveiðum, taka æðardún og veiða refi?“ spyr Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag og vísar þar til þeirrar niðurstöðu starfshóps á vegum umhverfisráðuneytisins að friða eigi fimm tegundir svartfugls.

„Þær 5 fuglategundir sem á að alfriða í 5 ár eru einmitt friðaðar innan ESB [Evrópusambandsins],“ segir Ásmundur og spyr síðan hvort það skyldi vera tilviljun að lagt sé til að þessar fuglategundir verði alfriðaðar í því ljósi „í stað þess að leita samkomulags við þá sem eru að reyna að búa í sátt við náttúruna?“

Þess má geta að Ásmundur hefur farið fram á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við fyrsta tækifæri til að ræða tillögur starfshópsins.

Facebook-síða Ásmundar Einars Daðasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert