Eyddu tundurdufli

Sprengjusérfræðingur kannar innihald duflsins.
Sprengjusérfræðingur kannar innihald duflsins.

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi fyrir hádegi í dag dufli sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi við Héraðsflóa. Um var að ræða tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni.

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um duflið og fékk sprengjusveit sendar myndir sem staðfestu að um var að ræða tundurdufl frá seinni heimsstyrjöldinni. Talið var nauðsynlegt að fara á staðinn til að eyða duflinu.

Komu sprengjusveitarmenn austur í gærkvöldi og í birtingu var haldið á staðinn. Var um að ræða eitt dufl og reyndist sprengiefni í því. Var því eytt á staðnum með dínamíti og plastsprengiefni. Ekki sáust fleiri dufl í sandinum að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert