Þurfa ekki að greiða fyrir mat

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg hefur hætt við að rukka um 100 þroskahamlaða og fatlaða einstaklinga, sem starfa á vernduðum vinnustöðum í Reykjavík, um 610 krónur fyrir hádegismat, líkt og til stóð.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is var hætt við þessa gjaldskrárbreytingu í morgun. Ný gjaldskrá var samþykkt  í borgarstjórn 15. nóvember síðastliðinn og tók hún til einstaklinga í dagþjónustunni á Gylfaflöt, vinnustofunni Iðjubergi, hæfingarstöðinni Bjarkarási og dagþjónustunni á Lækjarási.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert