Tugir starfa auglýstir á Suðurlandi

Selfoss.
Selfoss. www.mats.is

Margar atvinnuauglýsingar verða í sunnlenska héraðsfréttablaðinu Dagskránni, sem kemur út á morgun. Segir á vefnum dfs.is, sem rekinn er í tengslum við blaðið, að 49-50 störf séu þar auglýst. 

Domino's-pítsur auglýsa eftir 12 starfsmönnum á nýjum stað á Selfossi, verslunin Nettó auglýsir eftir 10 starfsmönnum í nýrri verslun á Selfossi, Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir starfmönnum við ræstingar í Sundhöll Selfoss og deildarstjóra við leikskólann Brimver á Eyrarbakka, starfsmann vantar í leikskólann á Laugalandi, Hreint óskar eftir nokkrum starfsmönnum í ræstingar, Vinnueftirlitið á Suðurlandi auglýstir eftir eftirlitsmanni, Arion banki á Selfossi auglýsir eftir starfsmanni, Vélaverkstæði Þóris vantar bifvélavirkja og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum auglýsir eftir nokkrum iðnaðarmönnum svo nokkur dæmi séu tekin.

Þá stendur til að ráða 40 starfsmenn í fyrsta áfanga nýs ylræktarvers á Hellisheiðinni og þar verða starfsmennirnir orðnir 150 þegar öll starfsemin verður komin í gang 2014.

Dfs.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert