Hríðarveður oft til vandræða

Gríðarleg snjókoma var í Reykjavík í lok janúar 1952 og …
Gríðarleg snjókoma var í Reykjavík í lok janúar 1952 og unnu 250 manns að snjómokstri. Moksturstækin voru snjóskóflur. mbl.is/Ól.K.M.

Ófærðin á höfuðborgarsvæðinu undanfarið hefur valdið ýmsum vandræðum. Tálmað og tafið umferð, póstburð og sorphreinsun svo nokkuð sé nefnt. Borgarbúar eru margir orðnir langþreyttir á ófærðinni og býsnast yfir þessum ósköpum.

Í ítarlegri umfjöllun um tíðarfarið undanfarið í Morgunblaðinu í dag segir, að það sé ekkert einsdæmi. Sé litið um öxl má finna dæmi um enn meiri snjó og ófærð en nú. Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði grein, Tíðni hríðarveðra – á árunum 1949 til 2007, sem birtist á vef Veðurstofu Íslands 28. janúar 2008.

Hann benti m.a. á að mikil áraskipti hefðu verið í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki eftir landshlutum í þeim efnum. Trausti studdist við þá skilgreiningu að ef skyggni var minna en 800 metrar í veðurathugun, vindhraði meiri en 5 m/s og hiti lægri en 1,5 stig kæmist veðurathugunin inn í talninguna sem náði allt aftur til 1949.

Trausti bendir á það að snjókoma og hríð valdi vandræðum í miklu fleiri tilvikum en þeim sem falli innan skilgreininga um hríðarveður, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Hann segir að í þéttri umferð þurfi tiltölulega litla snjókomu eða skafrenning til að erfiðleika verði vart. Flest hríðarveður sem talin voru í Reykjavík höfðu valdið vandræðum í borginni og jafnvel miklum vandræðum. Á tímabilinu frá 1949 til 2007 reyndust hríðarathuganir í Reykjavík hafa verið 256 talsins eða um fjórar á ári að meðaltali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert