Nemafargjöldin hækkuðu um 10 þúsund kr. á ári

Beðið eftir strætó á Hlemmi.
Beðið eftir strætó á Hlemmi. mbl.is/Eggert

Um leið og nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu var boðið að kaupa svokölluð nemakort hjá Strætó var verðið hækkað úr 20 þúsundum á ári í 30 þúsund krónur. Stefna stjórnar Strætó er að sérstök afsláttarkjör verði smám saman afnumin.

Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. febrúar. Verð á tímabilskortum og afsláttarmiðum hækkar að jafnaði um 10%. Stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt, eru 350 krónur. Með hækkun umfram almennar verðlagshækkanir er verið að reyna að auka hlut fargjaldatekna í rekstri fyrirtækisins, að því er fram kom í tilkynningu Strætó á dögunum.

Fyrir áramót tók hins vegar gildi 50% hækkun nemakorta á höfuðborgarsvæðinu, þau fóru úr 20 þúsundum í 30 þúsund fyrir heilan vetur.

Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, rifjar upp að 2007 hafi verið byrjað að bjóða nemendum í framhalds- og háskólum frítt í strætó út á svonefnd nemakort. Tilgangurinn hafi verið að fá þá til að skilja einkabílana eftir heima. Það hafi ekki gengið eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert