Forsetahjónin eru viðstödd hátíðarhöldin

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru …
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru viðstödd hátíðarhöldin í Kaupmannahöfn. Mynd úr safni. Reuters

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú eru viðstödd hátíðarhöldin í Kaupmannahöfn sem haldin eru í tilefni af 40 ára krýningarafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar.

Á sunnudag munu forsetahjónin fylgjast með fagnaðarathöfn í Amalienborgarhöll og sitja hádegisverð í boði Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu. Síðdegis sækja gestir guðþjónustu í kirkju Kristjánsborgarhallar en dagskránni lýkur með hátíðarkvöldverði í Kristjánsborgarhöll, segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert