20-25 milljarða loðnuvertíð

Skip við loðnuveiðar.
Skip við loðnuveiðar. mbl.is/RAX

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag, að útlit væri fyrir góða loðnuvertíð og að hægt yrði að bæta 200 þúsund tonnum við upphafskvótann, sem áður var ákveðinn en hann var 366 þúsund tonn.

„Það stefnir í mjög góða vertíð og nú verður mælingin kláruð á næstu dögum. Ég hringdi í hafrannsóknaskipin í gærkvöldi og það er gaman að vera í sambandi við þá. Ef allt gengur vel þá getum við gefið út endanlegan kvóta eftir viku eða 10 daga og það er ljóst að það verður bætt við vonandi að minnsta kosti 200 þúsund tonnum,“ sagði Steingrímur.

„Þetta eru ekki slæmar fréttir úr sjávarútveginum,“ bætti Steingrímur við. „20-25 milljarða króna loðnuvertíð og ástandið á þorskinum er gott og þar mun kvótinn verða aukinn í vor aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert