Fisksalar horfa vongóðir til Ólympíuleikanna

Fiskur og franskar.
Fiskur og franskar. mbl.is/ÞÖK

„Búist er við gífurlegum fjölda ferðamanna vegna Ólympíuleikanna í London í sumar. Stærstu viðskiptavinir okkar í Bretlandi reikna því með töluverðri söluaukningu á þorski í fisk og franskar, þjóðarrétti Breta.“

Þetta segir Friðleifur Friðleifsson, umsjónarmaður frosinna afurða hjá Iceland Seafood, um góðar söluhorfur á þessum mikilvægasta markaði Íslands fyrir þorsk og ýsu.

Leikarnir koma því á góðum tíma fyrir sjávarútveginn en Friðleifur svarar því til að ómögulegt sé að ætla hver söluaukningin geti orðið.

„Það er reiknað með að mikill fjöldi ferðamanna vilji prófa þennan rétt. Meira vitum við ekki á þessu stigi. Hver aukningin verður kemur í ljós í sumar.“

Að sögn Friðleifs selja hátt í 11 þúsund staðir fisk og franskar í Bretlandi og er þar af stór hluti í London. Mest fer af þorski til Suður-Englands en mest af ýsunni til Norður-Englands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert