Geta ekki farið sjálfar í ómskoðun

Fæstar konurnar eru sáttar við að vera með iðnaðarsílikon í …
Fæstar konurnar eru sáttar við að vera með iðnaðarsílikon í brjóstunum. reuters

Engin þeirra kvenna sem eru með PIP-sílikonbrjóstapúða hefur fengið bréf frá velferðarráðuneytinu um boð í ómskoðun.

Hálfur mánuður er síðan ráðuneytið tilkynnti að konunum yrði boðið í ómskoðun til að kanna ástand púðanna. Ástæðan fyrir töfunum er að samningur hefur ekki náðst við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sem á að sjá um skoðunina.

Konurnar geta ekki pantað sér tíma sjálfar í ómskoðun, jafnvel þótt þær greiði fyrir það, svo óvissan í málinu er mikil að sögn Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns. Hún sér um mál 75 kvenna sem ætla að leita réttar síns vegna gallaðra PIP-brjóstapúða. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að skaðabótakrafan er þó fyrnd hjá einhverjum þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert