Vigdís: Evrur frá ESB

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir, lögfræðingur og þingmaður Framsóknar, skrifar grein í Morgunblaðið í dag og gerir alvarlegar athugasemdir við þingsályktunartillögu um styrki sem Össur Skarphéðinsson hefur lagt fram á Alþingi.

Hún segir að Steingrímur J. beri mikla ábyrgð í málinu og sífellt hækki afglapastabbi hans í starfi. Þá segir Vigdís m.a. í grein sinni: Enn á ný er ríkisstjórnin að selja dómsvaldið úr landi. Gera menn sér grein fyrir hvað þetta þýðir í raun og sann? Hér er verið að lögleiða að ríkisvaldið standi með ESB í dómsmáli á móti sínum eigin þegnum. Er hægt að komast neðar í undirlægjuhætti gagnvart Brussel-veldinu? Þessi samningur er fjandsamlegur íslensku samfélagi og leiðir það eitt af sér að uppfylla kröfur ESB – að gera Ísland að ESB ríki án undanfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Grein Vigdísar má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert