Foreldrar reiðir og óánægðir

Mikill hiti var í fundarmönnum á fundi skóla- og frístundasviðs …
Mikill hiti var í fundarmönnum á fundi skóla- og frístundasviðs borgarinnar með foreldrum og íbúum í Hamrahverfi í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvað þarf margar undirskriftir til að þið hættið við þetta? Þið hlustið ekki, haldið bara áfram og haldið áfram.“

Þannig kallaði einn fundarmanna á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar með foreldrum og íbúum í Hamrahverfi í Grafarvogi í gær en mikillar óánægju hefur gætt í hverfinu með fyrirhugaða sameiningu unglingadeildarinnar í Hamraskóla við unglingadeildina í Foldaskóla næsta haust.

Fundurinn var þétt setinn og kom m.a. fram mikil óánægja með hversu lítið samráð hefði verið haft við foreldra í ferlinu. Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag segir, að nemendur við skólann hafi einnig látið í sér heyra og minnt fulltrúa borgarinnar á að þeir fengju kosningarétt innan fárra ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert