Tjaldið fauk af ferðamanni við Glym

Frá Hvalfirði
Frá Hvalfirði Mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kona sem var á ferðalagi í Hvalfirði lenti í ógöngum við fossinn Glym seint í gærkvöldi vegna veðurs. Konan, sem hafði samband við neyðarlínu um miðnætti, tjaldaði við fossinn en óttaðist um sig þegar tók að hvessa er leið á kvöldið. Svo fór að tjaldið fauk af henni og búnaður hennar fauk út í veður og vind.

Konan óskaði því eftir aðstoð og voru um tíu björgunarmenn frá Björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akranesi sendir henni til aðstoðar. Að sögn Landsbjargar gat konan gefið nokkuð góða lýsingu á því hvar hún var stödd og tók því ekki langan tíma að finna hana.

Henni var komið í öruggt skjól í bílum björgunarmanna um fjögurleytið í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert